Sjálfbærni - Gæðakönnun

5. kafli Loftslagsbreytingar Nokkrar spurningar: 1. Gætir þú útskýrt fyrir öðrum hvað gróðurhúsaáhrifin eru? 2. Getur þú nefnt dæmi um 10 loftslagsvænar aðgerðir sem þú gætir gert? 3. Getur þú farið með almenningssamgöngum (strætó eða öðru) í skólann? 4. Er sveitarfélagið þitt með sérstaka stefnu í loftslagsmálum? 5. Hefur þú val um loftslagsvænan mat í skólanum? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Kynnt þér loftslagsmálin vel ● Rætt loftslagsmál við foreldra og ættingja, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld ● Varið peningum þínum í umhverfisvænar vörur Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Boðið upp á umhverfisvænan mat í skólanum og gætt þess að sóa ekki matvælum ● Boðið nemendum upp á fjölbreytta fræðslu í loftslagsmálum ● Unnið statt og stöðugt að því að gera skólann umhverfisvænni í samráði við nemendur Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Sett sér skýra stefnu í loftslagsmálum sem miðar að því að minnka mengun ● Látið þá sem menga, borga fyrir það og stutt við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á loftslagsvánni ● Haft almenningssamgöngur og góða hjóla- og göngustíga aðgengilega í sveitarfélaginu og á milli sveitarfélaga, eins og hægt er JÁ NEI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=