Sjálfbærni - Gæðakönnun

4. kafli Friður, ekkert ofbeldi Nokkrar spurningar: 1. Gætir þú sagt öðrum frá því hvert hlutverk Sameinuðu þjóðanna er? 2. Myndir þú segja að þú búir í friðsælu landi? 3. Hefur þú kynnt þér mannréttindasamtök eins og Amnesty International eða UNICEF? 4. Hefur verið stríð í þínu landi á síðustu 50 árum? 5. Myndir þú láta kennara vita ef þú veist að einhver er lagður í einelti í skólanum? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Frætt þig um mannréttindasamtökin sem eru til staðar í þínu landi og jafnvel tekið þátt í starfinu ● Fengið fjölskyldu þína og vini til þess að ræða um mikilvægi friðar ● Búið til myndband um mikilvægi þess að geta sett sig í spor annarra Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Frætt nemendur um frið og fengið þá til þess að vinna verkefni um mál staðinn ● Aðstoðað nemendur við að útbúa friðarsáttmála út frá því sem þeim finnst skipta máli til þess að friður ríki í skólanum ● Haldið sérstakan friðardag í skólanum þar sem nemendur fá fjölbreytta dagskrá um málefnið Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Tekið virkan þátt í alþjóðastarfi Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnu ● Haft jafnræði og jafnrétti að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar ● Búið til velferðarkerfi sem styður við fólk hvort sem það er fátækt eða ríkt JÁ NEI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=