Sjálfbærni - Gæðakönnun

3. kafli Mannréttindi Nokkrar spurningar: 1. Hefur þú fengið fræðslu um barnasáttmálann í skólanum? 2. Er tekið mark á því sem nemendur hafa til málanna að leggja í skólanum? 3. Er ungmennaráð í þínu sveitarfélagi þar sem þú getur boðið fram krafta þína? 4. Mega samkynhneigðir ganga í hjónaband í þínu landi? 5. Er landið þitt aðili að mannréttindasamningi Sameinuðu þjóðanna? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Kynnt þér hvað mannréttindi eru ● Lesið barnasáttmálann og skoðað hvaða réttindi þú hefur til 18 ára aldurs ● Rætt við fjölskyldu þína og vini um mannréttindi og látið vita ef þú telur að brotið sé á mannréttindum einhvers sem þú þekkir Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Gefið fjölbreyttum hópi nemenda tækifæri til þess að hafa áhrif á skóla- starfið, t.d. í gegnum nemendaráð og skólaráð ● Frætt nemendur um mannréttindi og barnasáttmálann og fengið nemendur til þess að vinna skólaverkefni um málefnið ● Tekið þátt í alþjóðlegum skólaverkefnum sem fjalla um mannréttindi og réttindi barna, til dæmis í gegnum UNICEF Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Ríkið getur gætt þess að mannréttindi fólks í landinu séu virt með því að setja lög um það ● Stjórnvöld geta passað upp á að loforðum um mannréttindi fylgi nægur peningur til þess að standa við gefin loforð. ● Ríki og sveitarfélög geta leitað til ólíkra hópa samfélagsins og fengið þau til að hafa áhrif á stefnu þeirra JÁ NEI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=