2. kafli Jafnrétti kynja Nokkrar spurningar: 1. Eru álíka margar konur og karlar í ríkisstjórn og í stöðu ráðherra í þínu landi? 2. Hafa strákar og stelpur jafnan rétt á skólagöngu í landinu? 3. Hafa mæður og feður rétt á jafn löngu fæðingarorlofi í landinu? 4. Taka foreldrar þínir/forsjáraðilar jafnan þátt í heimilisstörfum, skutli og skipulagi? 5. Er talað jafn mikið um og við karla og konur í fjölmiðlum í t.d. viðskiptum og íþróttum? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Verið móttækileg/ur fyrir því að hlusta á reynslusögur fólks um jafnréttismál ● Miðlað þinni reynslu um jafnrétti áleiðis og látið vita ef þér finnst vera brotið á þér ● Kynnt þér og frætt fólk í kringum þig um jafnréttismál Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Boðið nemendum upp á hágæða kynjafræðslu og kynfræðslu ● Gætt þess að bæði konur og karlar séu við völd í skólanum ● Gert öllum nemendum ljóst hvar og hvernig þau geta tilkynnt brot á réttindum Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Skyldað fyrirtæki til þess að taka upp jafnlaunavottun svo að konur og karlar fái jafn mikið borgað fyrir þau störf sem þau sinna ● Aðlagað lögin í landinu þannig að þau styðji við jafnrétti kynja ● Borgað starfsfólki sínu sanngjörn laun fyrir þá vinnu sem þau stunda og hækkað laun fólks í umönnunarstörfum JÁ NEI
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=