Sjálfbærni - Gæðakönnun

1. kafli Menningarlegur margbreytileiki Nokkrar spurningar: 1. Finnst þér allir í þínu landi hafa sömu tækifæri til þess að eiga gott líf? 2. Hafa allir í landinu sömu tækifæri til þess að komast í draumastarfið sitt einn daginn? 3. Finnst þér vera fordómar gegn innflytjendum í landinu? 4. Passar þú þig á því að dæma ekki fólk fyrir fram? 5. Átt þú auðvelt með að setja þig í spor annarra? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Komið fram við alla af virðingu og lagt þig sérstaklega fram við að koma vinsamlega fram við nýja nemendur í skólanum ● Látið kennara eða foreldra þína vita ef þú veist að það er komið illa fram við einhvern í skólanum ● Kynnt þér menningu annarra landa með opnum huga og gætt þess að falla ekki í þá gryfju að halda að þín menning sé betri en menning annarra Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Tekið vel á móti nemendum og starfsfólki frá öðrum löndum og veitt þeim nægan stuðning svo þeim líði vel í skólanum ● Frætt nemendur og starfsfólk um mikilvægi þess að vera meðvituð um sína eigin fordóma ● Haldið þemadaga þar sem menning annarra landa er kynnt fyrir nemendum Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Ríki og sveitarfélög geta tekið á móti fólki frá ólíkum menningarheimum og auðveldað þeim að taka þátt í samfélaginu ● Stjórnvöld geta séð til þess að allar mikilvægar upplýsingar séu aðgengilegar á öðrum tungumálum en íslensku ● Staðið fyrir fræðslu um menningarlegan margbreytileika JÁ NEI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=