Sjálfbærni - Gæðakönnun

Vissir þú að við getum öll haft áhrif? Stundum upplifum við ákveðið vonleysi þegar við lærum um flóknar áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir. Þá er mikilvægt að við gleymum því ekki að máttur okkar sjálfra er mikill. Samfélagið samanstendur af fólki og það erum við, fólkið, sem ræður hvaða framtíð við sköpum. Við getum kannski ekki breytt öllu sem við viljum en við getum valið okkur hverju við viljum helst breyta og sett okkur markmið um að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu á ýmsa vegu. Það er gífurlega mikilvægt að við vitum líka hvernig skólinn okkar og stjórnvöld í landinu geta brugðist við, því ef við vitum það, þá getum við hvatt þau til þess að grípa til aðgerða. Við getum öll gert samfélagið okkar enn betra, sérstaklega ef við vinnum að því saman. Í þessum kafla færð þú að meta stöðu mála í þínu nærumhverfi og þínu landi. Að auki færðu að sjá nokkur dæmi um það hvernig er hægt að bregðast við stöðunni. Mundu að dæmin eru alls ekki tæmandi listi yfir það sem hægt er að gera, því það er svo gífurlega margt hægt að gera! Kannski getur þú bætt nokkrum hlutum við listann? Mundu að enginn getur allt en allir geta eitthvað! Til minnis: Stjórnvöld samanstanda af fólki sem fer með völdin í landinu og í sveitarfélögum landsins. Inngangur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=