Sjálfbærni - Gæðakönnun

SJÁLFBÆRNI GÆÐAVÍSIR Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir 2875

Vissir þú að við getum öll haft áhrif? Stundum upplifum við ákveðið vonleysi þegar við lærum um flóknar áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir. Þá er mikilvægt að við gleymum því ekki að máttur okkar sjálfra er mikill. Samfélagið samanstendur af fólki og það erum við, fólkið, sem ræður hvaða framtíð við sköpum. Við getum kannski ekki breytt öllu sem við viljum en við getum valið okkur hverju við viljum helst breyta og sett okkur markmið um að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu á ýmsa vegu. Það er gífurlega mikilvægt að við vitum líka hvernig skólinn okkar og stjórnvöld í landinu geta brugðist við, því ef við vitum það, þá getum við hvatt þau til þess að grípa til aðgerða. Við getum öll gert samfélagið okkar enn betra, sérstaklega ef við vinnum að því saman. Í þessum kafla færð þú að meta stöðu mála í þínu nærumhverfi og þínu landi. Að auki færðu að sjá nokkur dæmi um það hvernig er hægt að bregðast við stöðunni. Mundu að dæmin eru alls ekki tæmandi listi yfir það sem hægt er að gera, því það er svo gífurlega margt hægt að gera! Kannski getur þú bætt nokkrum hlutum við listann? Mundu að enginn getur allt en allir geta eitthvað! Til minnis: Stjórnvöld samanstanda af fólki sem fer með völdin í landinu og í sveitarfélögum landsins. Inngangur

1. kafli Menningarlegur margbreytileiki Nokkrar spurningar: 1. Finnst þér allir í þínu landi hafa sömu tækifæri til þess að eiga gott líf? 2. Hafa allir í landinu sömu tækifæri til þess að komast í draumastarfið sitt einn daginn? 3. Finnst þér vera fordómar gegn innflytjendum í landinu? 4. Passar þú þig á því að dæma ekki fólk fyrir fram? 5. Átt þú auðvelt með að setja þig í spor annarra? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Komið fram við alla af virðingu og lagt þig sérstaklega fram við að koma vinsamlega fram við nýja nemendur í skólanum ● Látið kennara eða foreldra þína vita ef þú veist að það er komið illa fram við einhvern í skólanum ● Kynnt þér menningu annarra landa með opnum huga og gætt þess að falla ekki í þá gryfju að halda að þín menning sé betri en menning annarra Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Tekið vel á móti nemendum og starfsfólki frá öðrum löndum og veitt þeim nægan stuðning svo þeim líði vel í skólanum ● Frætt nemendur og starfsfólk um mikilvægi þess að vera meðvituð um sína eigin fordóma ● Haldið þemadaga þar sem menning annarra landa er kynnt fyrir nemendum Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Ríki og sveitarfélög geta tekið á móti fólki frá ólíkum menningarheimum og auðveldað þeim að taka þátt í samfélaginu ● Stjórnvöld geta séð til þess að allar mikilvægar upplýsingar séu aðgengilegar á öðrum tungumálum en íslensku ● Staðið fyrir fræðslu um menningarlegan margbreytileika JÁ NEI

2. kafli Jafnrétti kynja Nokkrar spurningar: 1. Eru álíka margar konur og karlar í ríkisstjórn og í stöðu ráðherra í þínu landi? 2. Hafa strákar og stelpur jafnan rétt á skólagöngu í landinu? 3. Hafa mæður og feður rétt á jafn löngu fæðingarorlofi í landinu? 4. Taka foreldrar þínir/forsjáraðilar jafnan þátt í heimilisstörfum, skutli og skipulagi? 5. Er talað jafn mikið um og við karla og konur í fjölmiðlum í t.d. viðskiptum og íþróttum? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Verið móttækileg/ur fyrir því að hlusta á reynslusögur fólks um jafnréttismál ● Miðlað þinni reynslu um jafnrétti áleiðis og látið vita ef þér finnst vera brotið á þér ● Kynnt þér og frætt fólk í kringum þig um jafnréttismál Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Boðið nemendum upp á hágæða kynjafræðslu og kynfræðslu ● Gætt þess að bæði konur og karlar séu við völd í skólanum ● Gert öllum nemendum ljóst hvar og hvernig þau geta tilkynnt brot á réttindum Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Skyldað fyrirtæki til þess að taka upp jafnlaunavottun svo að konur og karlar fái jafn mikið borgað fyrir þau störf sem þau sinna ● Aðlagað lögin í landinu þannig að þau styðji við jafnrétti kynja ● Borgað starfsfólki sínu sanngjörn laun fyrir þá vinnu sem þau stunda og hækkað laun fólks í umönnunarstörfum JÁ NEI

3. kafli Mannréttindi Nokkrar spurningar: 1. Hefur þú fengið fræðslu um barnasáttmálann í skólanum? 2. Er tekið mark á því sem nemendur hafa til málanna að leggja í skólanum? 3. Er ungmennaráð í þínu sveitarfélagi þar sem þú getur boðið fram krafta þína? 4. Mega samkynhneigðir ganga í hjónaband í þínu landi? 5. Er landið þitt aðili að mannréttindasamningi Sameinuðu þjóðanna? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Kynnt þér hvað mannréttindi eru ● Lesið barnasáttmálann og skoðað hvaða réttindi þú hefur til 18 ára aldurs ● Rætt við fjölskyldu þína og vini um mannréttindi og látið vita ef þú telur að brotið sé á mannréttindum einhvers sem þú þekkir Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Gefið fjölbreyttum hópi nemenda tækifæri til þess að hafa áhrif á skóla- starfið, t.d. í gegnum nemendaráð og skólaráð ● Frætt nemendur um mannréttindi og barnasáttmálann og fengið nemendur til þess að vinna skólaverkefni um málefnið ● Tekið þátt í alþjóðlegum skólaverkefnum sem fjalla um mannréttindi og réttindi barna, til dæmis í gegnum UNICEF Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Ríkið getur gætt þess að mannréttindi fólks í landinu séu virt með því að setja lög um það ● Stjórnvöld geta passað upp á að loforðum um mannréttindi fylgi nægur peningur til þess að standa við gefin loforð. ● Ríki og sveitarfélög geta leitað til ólíkra hópa samfélagsins og fengið þau til að hafa áhrif á stefnu þeirra JÁ NEI

4. kafli Friður, ekkert ofbeldi Nokkrar spurningar: 1. Gætir þú sagt öðrum frá því hvert hlutverk Sameinuðu þjóðanna er? 2. Myndir þú segja að þú búir í friðsælu landi? 3. Hefur þú kynnt þér mannréttindasamtök eins og Amnesty International eða UNICEF? 4. Hefur verið stríð í þínu landi á síðustu 50 árum? 5. Myndir þú láta kennara vita ef þú veist að einhver er lagður í einelti í skólanum? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Frætt þig um mannréttindasamtökin sem eru til staðar í þínu landi og jafnvel tekið þátt í starfinu ● Fengið fjölskyldu þína og vini til þess að ræða um mikilvægi friðar ● Búið til myndband um mikilvægi þess að geta sett sig í spor annarra Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Frætt nemendur um frið og fengið þá til þess að vinna verkefni um mál staðinn ● Aðstoðað nemendur við að útbúa friðarsáttmála út frá því sem þeim finnst skipta máli til þess að friður ríki í skólanum ● Haldið sérstakan friðardag í skólanum þar sem nemendur fá fjölbreytta dagskrá um málefnið Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Tekið virkan þátt í alþjóðastarfi Sameinuðu þjóðanna og þróunarsamvinnu ● Haft jafnræði og jafnrétti að leiðarljósi þegar ákvarðanir eru teknar ● Búið til velferðarkerfi sem styður við fólk hvort sem það er fátækt eða ríkt JÁ NEI

5. kafli Loftslagsbreytingar Nokkrar spurningar: 1. Gætir þú útskýrt fyrir öðrum hvað gróðurhúsaáhrifin eru? 2. Getur þú nefnt dæmi um 10 loftslagsvænar aðgerðir sem þú gætir gert? 3. Getur þú farið með almenningssamgöngum (strætó eða öðru) í skólann? 4. Er sveitarfélagið þitt með sérstaka stefnu í loftslagsmálum? 5. Hefur þú val um loftslagsvænan mat í skólanum? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Kynnt þér loftslagsmálin vel ● Rætt loftslagsmál við foreldra og ættingja, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld ● Varið peningum þínum í umhverfisvænar vörur Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Boðið upp á umhverfisvænan mat í skólanum og gætt þess að sóa ekki matvælum ● Boðið nemendum upp á fjölbreytta fræðslu í loftslagsmálum ● Unnið statt og stöðugt að því að gera skólann umhverfisvænni í samráði við nemendur Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Sett sér skýra stefnu í loftslagsmálum sem miðar að því að minnka mengun ● Látið þá sem menga, borga fyrir það og stutt við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á loftslagsvánni ● Haft almenningssamgöngur og góða hjóla- og göngustíga aðgengilega í sveitarfélaginu og á milli sveitarfélaga, eins og hægt er JÁ NEI

6. kafli Sjálfbærni í náttúru Nokkrar spurningar: 1. Er aðal orkugjafinn í þínu landi endurnýjanleg auðlind? (sólar-, vind-, vatns- eða sjávarfallaorka) 2. Er vistsporið þitt lægra en 2,1 jarðhektarar? (2,1 er hámarkið svo við náum markmiðum um sjálfbærni) 3. Er mikið um notkun á einnota plasti í skólanum þínum? 4. Getur þú nefnt dæmi um 5 hluti sem þú ert kannt að meta í náttúrunni? 5. Gætir þú útskýrt fyrir öðrum hvað (lífbreytileiki) líffræðileg fjölbreytni þýðir? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Fundið leiðir til þess að auka tíma þinn í náttúrunni, til dæmis með göngu- ferðum, skoðunarferðum, lautarferðum og svo framvegis ● Fengið heimilið, skólann eða sveitarfélagið til þess að hætta að nota einnota vörur ● Lært á fánu og flóru í þínu umhverfi og hvernig þú getur aðstoðað við að vernda umhverfi þitt. Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Frætt nemendur um mikilvægi líffræðilegs fjölbreytileika ● Farið með nemendur í vettvangsferðir út í náttúruna ● Hvatt nemendur og starfsfólk til þess að hjóla og ganga í skólann frekar en að keyra Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Bannað notkun á öllu óþarfa plasti og gripið til aðgerða vegna plast- mengunar ● Gert fólki kleift að flokka úrgang á nákvæmari hátt með fleiri flokkunar tunnum ● Gætt að því að við notum auðlindir landsins á sjálfbæran hátt svo að komandi kynslóðir hafi sama gagn af þeim JÁ NEI

7. kafli Sjálfbær neysla og framleiðsla Nokkrar spurningar: 1. Hefur þú aðgang að tölulegum upplýsingum um matarsóun í þínum skóla? 2. Hefur þú fengið fræðslu um grænþvott í skólanum þínum? 3. Getur þú talið hversu marga hluti þú hefur fengið að gjöf á þessu ári? 4. Finnst þér nóg gert í þínu landi til þess að gera neyslu og framleiðslu sjálfbærari? 5. Getur þú nefnt dæmi um fimm hluti sem þú gætir gert til þess að neysla þín verði sjálfbærari? 6. 7. 8. Þú – Hvað getur þú gert? ● Endurhugsað innkaupin og keypt minna af nýjum hlutum ● Notað þá hluti sem þú átt eins lengi og hægt er ● Vakið athygli á sjálfbærri neyslu á samfélagsmiðlum eða í blaðagrein Skólinn – Hvað getur skólinn gert? ● Gætt að því að endingargóðir hlutir séu keyptir vegna skólastarfsins ● Haldið fataskiptimarkaði og umhverfisdag með fjölbreyttri fræðslu um málefnið ● Frætt nemendur um grænþvott og hvatt þá til þess að beita gagnrýninni hugsun á markaðsöflin Stjórnvöld – Hvað geta stjórnvöld gert? ● Notað aðra mælikvarða en bara peninga til að meta velgengni þjóðarinnar ● Setja skýr lög á fyrirtæki um sjálfbæra nýtingu og framleiðslu ● Stutt við hringrásarhagkerfið með öllum tiltækum leiðum JÁ NEI

2875

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=