97 Umræðuspurningar + Hvernig getum við beitt áhrifum okkar til þess að hjálpa náttúrunni að vera áfram sjálfbær? + Tíminn líður og við skulum gefa okkur að þú sért 50 ára. Frá því að þú varst í grunnskóla hefur okkur tekist að snúa vörn í sókn í lofts- lagsmálum og þannig höfum við tryggt sjálfbærni í þeim málum. Hvernig fórum við að? + Hvers vegna vill sumt fólk vernda náttúruna og jafnvel leggja ýmislegt á sig til þess? + Hvers vegna er öðru fólki alveg sama um náttúruna og hefur engan áhuga á að taka þátt í verndun hennar? + Hvernig getum við fengið ráðamenn og stjórnvöld til að hlusta á okkur? Þegar þú færð kosningarétt, 18 ára, er mikilvægt að þú nýtir hann og kjósir fólk til valda sem hefur sjálfbærni náttúrunnar og loftslagið í huga. Mundu að þú getur líka boðið fram krafta þína og óskað eftir að aðrir kjósi þig svo þú getir haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru í landinu um málefni náttúrunnar. Það þýðir nefnilega ekki að kvarta yfir því að aðrir geri ekkert, ef maður er ekki tilbúinn til að gera eitthvað sjálfur. Mikilvægast af öllu er að þú vitir að þú hefur áhrif! + Kaupbann + Fatabindindi + Minnka kjötát + Bæta flokkun á úrgangi + Fá skólann til að hætta að nota einnota vörur + Hreinsa plast úr sjó + Senda áskorun á bæjaryfirvöld Hér eru dæmi um verkefni/viðfangsefni þar sem ungt fólk getur sannar- lega haft áhrif:
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=