96 sjálfbærni í náttúrunni. En hvernig finnum við út úr því hvað þarf að gera í landinu okkar og á jörðinni sjálfri? Við þurfum að skoða samfélagið sem við búum í með gagnrýnum augum og beita gagnrýn- inni hugsun. Hvað er það í samfélaginu og umhverfi okkar sem skaðar náttúruna? Hvernig er hægt að bregðast við því, breyta, bæta og hafa þannig áhrif í kringum okkur að aðrir í samfélaginu vilji líka taka þátt? Við Íslendingar erum heppnir að búa í landi þar sem ríkir lýðræði en í því felst að við getum haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru af yfirvöldum. Náttúra Íslands er þjóðararfur og verðmæt auðlind okkar allra, bæði sem eru á lífi núna sem og allra ófæddra Íslendinga. Þess vegna verðum við að sýna henni virðingu og standa vörð um hana. Það er eðlilegt að við rökræðum um eitt og annað sem snýr að náttúrunni enda fara verndun og nýting náttúrunnar ekki alltaf saman. Okkar umhverfishegðun getur haft áhrif á aðra. Árangursríkasta leiðin til að hafa áhrif er að þrýsta á þá sem ráða í viðkomandi landi/ sveitarfélagi og fræða annað fólk í kringum okkar. Þetta er einmitt sú leið sem sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg hefur valið að fara í baráttu sinni gegn loftslagsbreytingum. Við getum sent góðar hugmyndir til stjórnvalda eða sveitarfélagsins, búið til auglýsingar, skipulagt mótmæli, bókað fund með bæjarstjóra/umhverfisfulltrúa og lagt fram óskir um úrbætur, skrifað í blöðin og margt fleira.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=