95 Við getum hætt að nota einnota umbúðir, afþakkað óþarfa plast og flokkað allan úrgang. Við getum líka minnkað neyslu okkur og reynt að kaupa minna af hlutum, fötum o.þ.h. Við getum breytt mataræði okkar og reynt að velja fæðu sem er umhverfisvænni en sú sem við neytum núna. Í raun og veru þurfum við að endurskoða alla okkar neyslu en neysla felst í öllu því sem við notum, kaupum og borðum. Við þurfum að spyrja okkur spurninga eins og: Get ég sleppt einhverju? Get ég valið einhvern umhverfisvænni kost? Og þannig velt því fyrir okkur hvort það að sleppa ákveðnum hlutum hafi áhrif á lífsgæði okkar. Með því að afþakka allan óþarfa, eyðum við minni peningum, þurfum að endurnýta minna og minna fellur til í endurvinnslu en áður. Auðlindir jarðar og hráefni eru ekki óþrjótandi og því brýnt að nýta þau vel. Einkunnarorð okkar ættu að vera: Notum minna – notum aftur – endur- vinnum. Við eigum auðvelt með að breyta okkur sjálfum og koma auga á það sem við getum gert til að draga úr okkar neyslu og þannig viðhalda
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=