Sjálfbærni

94 Hvaða áhrif hefur minn lífsstíll á náttúruna og ferla hennar? Hvað hef ég gert? Hvað get ég gert og hvað er ég til í að gera? Hvert er vistspor mitt? Nú er það svo að enginn einn getur allt en allir geta eitthvað. Þú hefur vald til að breyta hlutum hjá þér og um leið hafa áhrif á aðra. Þetta vald er dýrmætt og þú nýtir þér það helst með því að framkvæma og vera fyrirmynd. Hver einstaklingur getur nefnilega fundið lausnir og gripið til aðgerða sjálfur – þetta köllum við að hafa getu til aðgerða. Ef margir einstaklingar nýta sér sína „getu til aðgerða“, er líklegra að við náum árangri í því sem við berjumst sameiginlega fyrir. Þess vegna er mikilvægt að þú nýtir þína styrkleika og fáir aðra með þér í þá vegferð. Við getum breytt heiminum saman og haft áhrif á samferðarfólk okkar með því að vera góð fyrirmynd. Við getum gengið í skólann ef við eigum þess kost, notað almenningssamgöngur eða hjól og sameinast í bíla. HAFÐU ÁHRIF! ENDURHUGSA ENDURVINNA EINFALDA & KAUPA MINNA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=