Sjálfbærni

93 Umræðuspurningar + Hvað er vistkerfi? Og hvað er auðlind? + Hvaða þjónustu vistkerfa hefur þú nýtt þér í dag? + Hver á auðlindir eins og vatn, fisk, olíu, kol og málma? Rökræðið. + Hvaða álitamál eru efst á baugi á Íslandi í dag varðandi: + Verndun auðlinda + Nýtingu auðlinda (skoðið fjölmiðla) + Hvað þarf að hafa í huga við nýtingu auðlinda? + Finnið reiknivélar á netinu og reiknið út vistspor ykkar. Vistspor er stundum notað sem mælikvarði á þau áhrif sem við mann- fólkið setjum á jörðina. Vistspor er því eins konar mat á því hvernig og hversu mikið við mannfólkið erum að nýta auðlindir jarðar. Það segir sig sjálft að ef fólk notar meira af auðlindum en ákveðið svæði býr yfir, er gengið á höfuðstól svæðisins. Frá því að mælingar á vistspori hófust hefur neysla fólks verið meiri en burðgargeta jarðar. Mælingar hafa sýnt að meðal vistspor hvers Íslendings er mjög hátt og mun hærra en hjá mörgum öðrum löndum. Það þýðir að ef allir jarðarbúar höguðu sér eins og Íslendingar þá þyrfti mannkynið tæpar 13 jarðir til að nýta á sjálfbæran hátt. Gengur slíkt upp til lengdar? Við erum hluti af náttúrunni og þurfum að læra að umgangast hana af hófsemi og virðingu. Allar lífverur í vistkerfinu skipta máli. Ein tegund lifir á annarri og deyi ein út, getur það leitt til þess að öðrum tegund- um sé ógnað. Sjálfbær notkun auðlinda í náttúrunni er forsenda þeirra lífsgæða sem við mannfólkið búum við í dag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=