92 Auðlindum jarðar má skipta í 3 flokka: + Endurnýjanlegar auðlindir, s.s. sólar-, vind-, vatns- og sjávarfalla- orka. Eins og nafnið gefur til kynna þá endurnýja þessar auðlindir sig sjálfar þ.e. þær klárast ekki. + Óendurnýjanlegar auðlindir, s.s. málmar, kol og olía. Þessar auðlindir finnast í takmörkuðu magni á jörðinni og endurnýja sig ekki af sjálfu sér. Sé þeim sóað getur það leitt til þess að ekkert verði eftir handa komandi kynslóðum. + Auðlindir sem endurnýjast með takmörkunum, s.s. fiskistofnar, skóg- lendi og jarðhiti. Þessar auðlindir eru þannig að sé nýtingin á þeim sjálfbær munu þær endast um ókomna framtíð. Það er mjög mikilvægt að fara vel með auðlindir jarðar. Ekki er sjálfgefið að þær verði alltaf til staðar. Ef illa er farið með þær eða þær ofnýttar, klárast þær. Auðlindanýting, þ.e. hvernig við nýtum auðlindir jarðar verður að byggjast á skynsamlegri nýtingu og endurvinnslu þ.e. hringrásarnýtingu. Óskynsamleg meðferð bitnar fyrst og fremst á okkur sjálfum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=