91 Til þess að geta talað um sjálfbærni í náttúrunni þurfum við að skilja vel hugtakið auðlind. Orðið lind þýðir uppspretta en megin einkenni uppsprettu er að hún hættir aldrei að gefa. Auður merkir auðæfi eða ríkidæmi og því má segja að orðið auðlind þýði eiginlega uppspretta sem færir þeim sem notar hana auð. Auðlind getur þá verið hvaðeina sem maðurinn hefur gagn eða gaman af. Til auðlinda í náttúrunni telst t.d. jarðvegurinn sem við ræktum matinn okkar í, fiskurinn í sjónum, landið sjálft til útivistar, hreint loft og þekking til verðmætasköpunar. Náttúruauðlindir kallast þær auðlindir sem eru á eða undir yfirborði jarðar, t.d. grunnvatn og yfirborðsvatn (ár og vötn), frjósamur jarðvegur og gróður ýmiss konar, málmar, jarðhiti og orkulindir (olía, gas, kol, o.fl.), fiskur, sjávarföll og land til útivistar. Mikilvæg auðlind á einum tíma þarf ekki endilega að vera mikilvæg auðlind á öðrum tíma. Við notum gjarnan hugtakið auðlindanýting þegar við tölum um hvernig við mannfólkið nýtum okkur þær auðlindir sem náttúran veitir okkur. Auðlindir jarðar eru margar hverjar eftirsóttar og verðmætar og margar þeirra lífsnauðsynlegar eins og ferskvatn og gróðurmold. Átök í heiminum stafa oft af baráttu um auðlindir. Með stöðugri fjölgun mannkyns mun eftirspurnin eftir auðlindum verða meiri og meiri. afar margþætt. Flestum er eflaust ljóst mikilvægi vistkerfa í fæðuframleiðslu. Allur matur sem við mannfólkið leggjum okkur til munns rekur uppruna sinn á einn eða annan hátt til náttúrunnar. Það sama gildir um vatnið. Við mannfólkið lifum ekki lengi án aðgengis að mat og vatni. Færri gera sér e.t.v. grein fyrir því að önnur þjónusta vistkerfa er ekki síður mikilvæg, s.s. miðlun og hreinsun vatns, myndun jarðvegs, niðurbrot lífrænna leifa, endurnýjun næringarefna í jarðvegi sem og endurnýjun súrefnis og hreinsun andrúmsloftsins. Þá felast mikil lífsgæði í möguleikum til útivistar og upplifunar á fegurð náttúrunnar. Til þess að vistkerfi heimsins geti haldið áfram að veita okkur mann- fólkinu lífsnauðsynlega grunnþjónustu, er afar mikilvægt að við þekkj- um ástand vistkerfanna og umgöngumst þau með sjálfbærni í huga. Við þurfum líka að hafa skilning á mikilvægi þessarar þjónustu og vera tilbúin að meta og aðlaga lífsstíl okkar þannig að náttúran geti viðhaldið henni. Í þessu felst t.d. að sýna skilning á því að vernda mikilvæg svæði, vera meðvituð um hvað við getum gert til að viðhalda hreinni og ómengaðri náttúru og hafa í huga að raska hringrásum sem minnst.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=