Sjálfbærni

90 Hvað er vistkerfi og hvaða hlutverki gegna þau? Hvaða vistkerfi tilheyrir þú? Hvaða auðlindir nýtir þú dagsdaglega? Hugsar þú meðvitað um notkun þína á auðlindum jarðar? Vistkerfi og auðlindir eru uppstaðan í náttúrunni og því mikilvægt að við lærum að umgangast hvort tveggja á sjálfbæran hátt. Í náttúrunni má finna alls konar og afar fjölbreytt vistkerfi. Vistkerfi er gjarnan skilgreint sem hópur af tilteknum lífverum (dýrum, plöntum og örverum) og umhverfi þeirra á ákveðnu svæði. Ólífrænir þættir í VISTKERFI OG AUÐLINDIR umhverfi lífvera eins og berggrunnur, hitastig, vindur og sólgeislun eru þar með hluti af ákveðnu vistkerfi. Vistfræði er fræðigrein sem fjallar um tengslin á milli lífvera og tengsl þeirra við umhverfi sitt. Ef þú horfir út um gluggann á skólastofunni þinni núna sérðu vistkerfi og trúlega fleiri en eitt. Við mannfólkið erum órjúfanlegur hluti af hinum ýmsu vistkerfum jarðar og nýtum okkur ýmiss konar þjónustu sem vistkerfi veita. Vistkerfisþjónusta er ávinningurinn sem fólk fær af vistkerfum og er hún

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=