9 Fólk horfir gjarnan vonaraugum til menntakerfisins þegar krísur steðja að, hvort sem þær eru samfélagslegar, t.d. stríð og annað ofbeldi, eða varða umhverfið, eins og hamfarahlýnun. Fólk segir: Menntun er lausnin! En hingað til hefur menntunin líka verið hluti af vandanum. Ef við notum heldur þurrðardag Jarðar sem mælikvarðar á menntakerfin horfir myndin öðruvísi við. Það er nefnilega misjafnt hvenær þjóðir heims byrja að borða frá komandi kynslóðum. Árið 2020 byrjuðu Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar að borða frá komandi kynslóðum í kringum mánaðarmótin mars-apríl. Þurrðardagur Íslands var líklega um mánuði fyrr, í lok febrúar eða byrjun mars. Menntun fyrir alla verður að miðast við allar manneskjur á Jörðinni sem og komandi kynslóðir. Nú verður að taka af skarið. Það sem við höfum lært er að þeir lifnaðarhættir sem hafa tíðkast, sú þekking sem við höfum hampað, þau gildi sem við höfum haft í hávegum, duga ekki lengur. Í sameiningu verða nemendur og kennarar að finna út hvert ferðinni er heitið. FRAMTÍÐIN OG MENNTAKERFIÐ
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=