Sjálfbærni

89 Plastmengun er alvarlegt vandamál í náttúrunni. Plast er reyndar algjört undraefni og er í dag nánast órjúfanlegur hluti af tilveru okkar manna hér á jörðinni. Vandamálið við plast er ekki efnið sjálft heldur hvernig við umgöngumst það og notum. Hver Íslendingur notar að meðaltali 40 kg af plasti árlega, mest eru þetta einnota plastvörur (skyrdósir o.þ.h.). Mikið af þessum plastumbúðum endar í náttúr- unni, annaðhvort á landi eða í sjó, og hefur skaðleg áhrif á umhverfið. Plast getur vafist utan um dýr og sum dýr skynja ekki muninn á plasti og fæðu og éta það. Örplast er litlar plastagnir sem helst er að finna í snyrtivörum, tannkremi og fatnaði. Þessar agnir berast gjarnan til sjávar og þaðan inn í fæðukeðju sjávardýra. Plastmengun er alvarlegt vandamál sem við eigum og þurfum að taka alvarlega. Hér hefur verið stiklað á stóru um ýmis umhverfisvandamál sem öll eiga það sameiginlegt að tengjast veru okkar í náttúrunni. Öll náttúran er samþætt í vistkerfum og samspil þeirra er grundvöllur lífs okkar mannanna. Þess vegna þurfum við sem búum á litla Íslandi líka að vera meðvituð um umhverfisvandamál og leggja okkar af mörkum í baráttunni fyrir heilbrigði náttúrunnar. Umræðuspurningar + Hvað getum við gert strax í dag til að styðja við heilbrigði náttúrunnar? + Er mikilvægt að gera alþjóðlega samninga um umhverfismál? Finnið rök með og á móti. + Finnið og ræðið 5 hluti sem þið getið gert til að hjálpa náttúrunni. + Loftslagsmál. Aflið ykkur upplýsinga um Parísarsamkomulagið og hvernig þjóðir heimsins vinna að loftslagsmarkiðum sínum. + Hvernig ógnar maðurinn hafinu? + Hvernig getum við viðhaldið lífbreytileika í náttúrunni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=