Sjálfbærni

88 Lífbreytileiki (líffræðileg fjölbreytni) felur í sér fjölbreytileika ólíkra lífvera á jörðinni þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. Lífverur sömu tegundar geta verið ólíkar og sá breytileiki er einnig hluti af lífbreyti- leika. Hnignun lífbreytileika á jörðinni er meðal alvarlegustu umhverfis- vandamála heimsins í dag. Allar lífverur hafa sitt hlutverk og ef ein lífvera er tekin út þá getur það haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir vistkerfið í heild. Þess vegna er mikilvægt að við verndum lífbreytileika og vinnum markvisst að því að viðhalda þeim lífbreytileika sem finnst í náttúrunni nú þegar. Árið 1994 undirritaði Ísland alþjóðlegan samning um að vernda líffræðilega fjölbreytni og skuldbatt sig þar með til að vernda svæði sem eru mikilvæg vegna lífbreytileika. Í samningnum felst að sjálfbærni verði alltaf höfð að leiðarljósi þegar verið er að nýta auðlindir (ss. við fiskveiðar, landbúnað og skógrækt). Ein alvarlegasta afleiðing loftslagsbreytinga er súrnun sjávar. Hafið tekur upp hluta þess koltvísýrings sem losað er í andrúmsloftið sem gerir það að verkum að efnasamsetning þess breytist. Koltvísýring- urinn binst vatninu í hafinu og til verður kolsýra sem gerir hafið súrara. Margar sjávarlífverur þola ekki sýruna og gildir það sérstaklega fyrir lífverur sem hafa stoðgrind úr kalki s.s. kóraldýr, samlokur og ýmis lindýr. Þessi dýr eru mikilvæg fæða ýmissa annarra dýra sem lifa í hafinu svo ljóst er að ef súrnun sjávar heldur áfram að aukast munu vistkerfi raskast og tegundum fækka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=