Sjálfbærni

87 Loftslagsbreytingar eru ein stærsta umhverfisógn mannkyns í dag. Á síðustu árum hefur loftslag farið hlýnandi vegna aukins styrks kol- tvísýrings í andrúmslofti. Þessi aukni styrkur veldur áhrifum sem við köllum gróðurhúsaáhrif og birtast okkur í hækkun á hitastigi jarðar. Aukið magn koltvísýrings í andrúmslofti stafar t.d. af bruna okkar mannanna á kolum og olíu auk þess sem gróðurþekja í heim- inum hefur farið minnkandi. Allur gróður bindur koltvísýring úr and- rúmsloftinu sem þýðir að ef gróðurþekja minnkar, minnkar líka geta náttúrunnar til að binda koltvísýring úr andrúmslofti. Þá er ótalinn einn þáttur sem hefur umtalsverð áhrif á hlýnun jarðar en það er losun á metani í landbúnaði. Losun á koltvísýringi vegna sam- gangna (frá bílum, skipum og flugvélum) er mikil og fyrirséð er að ef við breytum ekki hegðun okkar umtalsvert, mun það hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir náttúruna. Hnattræn hlýnun mun hafa afdrifríkar afleiðingar í för með sér fyrir allt líf á jörðinni. Sjávarborð mun hækka, vistkerfi hafanna breytast, öfgar í veðurfari aukast og þurrka- svæði jarðar munu breiðast út. Sem betur fer hafa flestar þjóðir heims- ins skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um að vinna saman að lausn á loftslagsvandanum. Slík vinna fer fram á ráðstefnum sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir reglulega en þar setja þjóðir sér markmið og leiðir til að vinna að í framtíðinni. Vonandi ber okkur gæfa til að snúa loftslagsvandanum okkur í hag og þannig stuðla að sjálfbærri framtíð fyrir komandi kynslóðir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=