86 Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar á morgnana? Kveikir ljós? Burstar tennur? Opnar ísskápinn og færð þér að borða? Allt eru þetta hlutir sem á einn eða annan hátt rekja uppruna sinn til auðlinda úr náttúrunni. Það þarf vatn til að búa til rafmagn. Það þarf jarðveg, sólarljós og vatn til að rækta hafrana sem eru uppstaðan í hafragrautnum. Það þarf efnivið til að búa til tannburstann þinn. Tilvera okkar og náttúrunnar er tengd órjúfanlegum böndum. Náttúran hefur áhrif á okkur og við höfum áhrif á hana. Náttúran getur lifað án okkar en við getum ekki lifað án hennar. Þess vegna er samband okkar við náttúruna svo mikilvægt og í raun ætti það að vera stærsta baráttumál okkar mannanna að umgangast náttúruna af virðingu og gætni. Einstaklingar sem skilja og virða samspil náttúru og manna eru taldir vera náttúrulæsir, þ.e. þeir kunna að lesa náttúruna og gera sér grein fyrir samspili hennar og okkar. Við ættum öll að tileinka okkur náttúrulæsi og þannig vinna að því að auka heilbrigði náttúru og umhverfis. Sum samfélög eru þess eðlis að fólk er orðið mjög fjarlægt náttúrunni og ber ekki lengur skynbragð á hvernig hún virkar. Þeir sem alast upp ÉG OG NÁTTÚRAN í stórborgum og eyða nánast allri sinni ævi í manngerðu umhverfi, geta átt á hættu missa sjónar á mikilvægi hennar. Við höfum reist okkur hús og verksmiðjur. Við framleiðum vörur úr ýmsum hráefnum, sendum þær milli svæða, ferðumst sjálf á milli svæða, vinnum málma og kol, dælum upp olíu og gasi, tökum nýtt land til ræktunar og höggvum skóga í meira mæli en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Til að knýja allar þessar manngerðu hringrásir áfram þurfum við mikla orku. Það má því segja að mannkynið sé orðið einhvern konar mið- depill í samfélagi sem byggir á hringrásum og auðlindum náttúrunnar. Manngerðum hringrásum fylgja ýmis óæskileg umhverfisáhrif. Þar sem að við mannfólkið berum sjálf ábyrgð á mörgum helstu umhverfis- vandamálum nútímans, verðum við að reyna að leysa þau. Það gerum við með breyttum lifnaðarháttum og samkomulagi margra landa. Of langt mál væri að telja upp öll umhverfisvandamál heimsins í þessum texta en hér verður fjallað um nokkur mikilvæg.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=