Sjálfbærni

84 En hvað þýðir sjálfbærni í náttúrunni? Er náttúran í eðli sínu sjálfbær? Sjálfbærni í náttúrunni er í raun bara annað orð yfir það jafnvægi sem á og þarf að ríkja í náttúrunni. Stundum gerist það að jafnvægi í náttúrunni raskast. Þessi röskun getur bæði orðið af náttúrulegum orsökum en líka vegna áhrifa okkar mannanna. Dæmi um náttúrulega röskun er t.d. aukinn styrkur koltvísýrings (CO2) í andrúmslofti vegna eldgosa eða náttúrulegra skógarelda. Dæmi um röskun af manna völdum er aftur á móti t.d. losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið vegna brennslu okkar mannanna á kolum og olíu. Tilvera okkar hér á jörðinni hefur óhjákvæmileg áhrif á ýmsa ferla og hringrásir í náttúrunni og þessi manngerðu áhrif eru stundum kölluð einu nafni umhverfisvandamál. Umhverfisvandamál eru gjarnan tengd því hvernig við mannfólkið vinnum hráefni og orku úr náttúrunni. Hlutir eins og hvernig við rekum verksmiðjur, hvernig við ræktum jörðina okkar og skógana, hvernig við stjórnum veiðum og þvíumlíku hafa allir áhrif á sjálfbærni í náttúrunni. Sem betur fer erum við mannfólkið alltaf að bæta þekkingu okkur á ýmsum umhverfisvanda- málum og þar með taka skynsamlegri ákvarðanir þegar kemur að því að umgangast náttúruna. Þannig komum við í veg fyrir frekari um- hverfisraskanir. Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að til þess að árangur náist í umhverfis- vandamálum verði allar þjóðir heims að taka þátt og sýna ábyrgð. Umhverfisvandamál eru hnattrænn vandi og lausnir við þeim þurfa að vera hugsaðar sem langtímalausnir. Í náttúrunni er að finna ýmsar auðlindir en auðlind er hugtak yfir eitthvað úr náttúrunni sem við mannfólkið getum gert okkur auð úr, þ.e. eitthvað sem nýtist okkur. Sjálfbærni í náttúrunni snýst um að nýta skuli allar auðlindir jarðar- innar þannig að komandi kynslóðir hafi sama gagn af þeim og við höfum nú. Þetta þýðir að við, sem erum núverandi kynslóð, þurfum að ganga um auðlindir náttúrunnar þannig að börnin okkar, barnabörn og barnabarnabörn hafi sama aðgang og við, að þeim. En hvernig snýr þetta að þér? Eru þetta ekki ákvarðanir sem snúa frekar að stjórnvöldum, fyrirtækjum eða félagasamtökum? Getur þú gert eitthvað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=