Sjálfbærni

83 Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú hugsar um náttúr- una? Ef þú horfir út um gluggann á skólastofunni þinni, hvað sérðu þá? Hvaða gagn höfum við af náttúrunni? Til hvers er hún og fyrir hverja? Skiptir hún þig einhverju máli? Náttúran er allt í kringum þig og er uppspretta alls. Fræðilega er hún skilgreind sem efnisheimurinn og þau lögmál sem um hann gilda. Oftast er þó náttúra skilgreind sem andstæða þess sem við mannfólkið höfum búið til eða skapað með veru okkar hér á jörðinni. Við tölum um að fyrirbæri séu annaðhvort náttúruleg eða manngerð. Til mann- gerðra fyrirbæra teljast til dæmis vegir, brýr, byggingar og önnur mannvirki, á meðan við skilgreinum stöðuvötn og goshveri, fjöll og skóga til náttúrulegra fyrirbæra. Við getum í raun sagt að náttúran sé allt í kringum okkur og á hverjum degi erum við bæði meðvitað og ómeðvitað að nýta okkur þjónustu hennar. Matur, vatn og efniviður í fatnað eru dæmi um mikilvæga þjónustu sem náttúran veitir okkur og er þá ótalin þjónusta í formi útivistar og ýmiss konar afþreyingar sem við stundum utandyra. Það er t.d. ekki sjálfgefið að hafa aðgang að góðu útivistarsvæði í sínu nánasta nágrenni, svæði þar sem hægt er að spila fótbolta, grilla, fara í leiki, tína plöntur og þess háttar en slík upplifun veitir flestum okkar hamingju. Náttúran veitir okkur sumsé vatn, mat, föt, upplifun og hamingju. Þurfum við eitthvað fleira? Til þess að náttúran geti veitt okkur þessa grunnþjónustu þurfa ferlar hennar og hringrásir að vera í jafnvægi. Í náttúrunni eiga sér stað ótalmargar hringrásir og ferlar þar sem bæði efni og orka flæða milli ólíkra hluta. Á venjulegum degi tökum við mannfólkið ekki eftir þess- um hringrásum, þær eru allt í kringum okkur og eiga sér stað án okkar vitundar. Að jafnaði erum við t.d. ekki að velta því fyrir okkur hvaðan súrefnið sem við öndum að okkur í sérhverjum andardrætti kemur, né hvort vatnið sem kemur þegar við skrúfum frá sturtunni sé endalaust eða hvaða vegferð sængin okkar hefur lagt að baki áður en hún endaði í rúminu okkar. Við bara nýtum okkur þessa þjónustu náttúrunnar dagsdaglega og horfum gjarnan á hana sem sjálfsagðan hlut. Sem hún vissulega er að einhverju leyti. Svo framarlega sem ferlar náttúrunnar fá að vera í jafnvægi ríkir sjálfbærni í náttúrunni. SJÁLFBÆRNI Í NÁTTÚRUNNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=