Sjálfbærni

80 Þótt áhrifamestu breytingarnar náist með kerfisbreytingum eru lífstílsbreytingar samt sem áður mjög mikilvægur hluti af lausnunum. Að hjóla og ganga meira í stað þess að aka, borða meira grænmeti í stað dýraafurða, draga úr neyslu og endurnýta eru allt persónulegar aðgerðir sem aðeins auka lífsgæði. Það sem þú getur gert er að: + Kynna þér loftslagsmálin vel. + Ræða loftslagsmál við foreldra, ömmu og afa, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld. + Nýta kosningaréttinn þinn. + Veita peningum þínum í grænan farveg. Dettur þér eitthvað fleira í hug? HVAÐ GETUR ÞÚ GERT? ORKA Orka er grundvöllur alls í nútíma samfélagi. Það skiptir verulegu máli hvernig við framleiðum orku. Eins og staðan er í dag koma um 85% af allri orku mannkynsins frá jarð- efnaeldsneyti – kolum, olíu og gasi – en aðeins tæplega 10% frá endurnýjanlegum orkugjöfum, eins og vatnsafli, vindorku, sólarorku og jarðvarma. Restin kemur frá kjarnorku. Verkefni mannkynsins næstu áratugi er risavaxið: Að framleiða nánast alla orku með umhverfisvænum og endur- nýjanlegum orkugjöfum. Lausnir við lofts- lagsvánni snúast því í raun um orku.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=