Sjálfbærni

8 Jörðin er ekki óendanlega stór og við verðum að temja okkur hófsemd í umgengni við hana. En hversu stór er hún? Það er lítið mál að fletta því upp að ummál hennar er um 40.000 km. Það er svo stór tala að hún segir fæstum nokkurn skapaðan hlut. Og þar fyrir utan þá er þessi fjöldi metra kannski ekki það sem mestu máli skiptir. Þegar spurt er hversu stór einhver íbúð er, þá skiptir meira máli hvað henni er ætlað að hýsa marga heldur en fjöldi fermetranna. Þannig er það líka með Jörðina. Það skiptir meira máli hversu vel Jörðin dugir, þ.e. hversu gjöful hún er miðað við hvers við ætlumst af henni. Líf okkar á Jörðinni er ferðalag þar sem einn hópur ferðalanga tekur við af öðrum – nýjar kynslóðir feta í fótspor þeirra sem á undan hafa farið. Hversu vel dugir Jörðin til að nesta okkur fyrir þetta ferðalag? Leggur hún okkur til nesti um ókomna tíð, þ.e. er neysla okkar innan þeirra marka sem Jörðin getur endurskapað á hverju ári, eða fer neyslan fram úr því sem Jörðin getur skapað á hverju ári þannig að á endan- um mun einhver kynslóðin sitja uppi nestislaus? Ef við notum þennan mælikvarða til að meta stærð Jarðarinnar og miðum við raunverulega neyslu mannkyns, þá kemur í ljós að Jörðin er ekki einungis lítil, heldur pínulítil. Árið 2020 tæmdu Jarðarbúar nestisboxið um mánaðarmótin júlí-ágúst. Þetta er kallað „earth overshoot day“ á ensku. Á íslensku getum við kallað þetta „þurrðardag NESTI FYRIR FERÐALAG Jarðar“. Þetta er dagurinn þegar árleg framleiðsla Jarðarinnar gengur til þurrðar, klárast. Þetta er dagurinn þegar við höfum étið upp það sem hefði þurft að endast alla 12 mánuði ársins. Þegar kemur fram yfir þennan dag, þá byrjum við sem nú lifum að borða frá komandi kynslóðum. Á undanförnum 50 árum hefur mannkyn farið frá því að lifa innan marka Jarðarinnar til þess að þurfa tvær Jarðir fyrir neyslu sína. Ef við hugsum um stærð Jarðarinnar á þennan hátt sjáum við að hún er líkari litlu geimskipi sem svífur um í geimnum heldur en óendan- legum sléttum kúrekans. Þetta þýðir að mannfólkið verður ekki einungis að umgangast sjálfa Jörðina af hófsemi, það verður einnig að gæta að hegðun sinni hvert gagnvart öðru því samfélag án jafnréttis, friðar og mannréttinda er ekki sjálfbært.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=