Sjálfbærni

79 Það eru ekki aðeins tré og plöntur og vatn sem binda koldíoxíð í náttúrunni heldur líka grjót. Á Hellisheiði á Íslandi hefur aðferð náttúrunnar – að binda koldíoxíð í grjót – verið beitt í tilraunaskyni í nokkur ár og vakið heimsathygli. Carbfix gengur út á að binda koldíoxíð í basalti, en basalt er algengasta tegund eldfjallagrjóts á Jörðinni. Því er hægt að nota Carbfix-aðferðina alls staðar þar sem basalt er að finna, svo sem í Bandaríkjunum, Rússlandi, Ítalíu og víðar. Líka á hafsbotni, sér í lagi á úthafshryggjunum, stærstu fjallgörðum Jarðar, sem eru næstum eingöngu úr basalti. ÚR GASI Í GRJÓT Þótt Carbfix-tæknin lofi góðu og sé mikilvæg lausn í baráttunni við hlýnun Jarðar, þá er hún ekki upphaf og endir alls. Förgun koldíoxíðs með þessari aðferð krefst mikils vatns og orku og orkuna þarf að framleiða á endur- nýjanlegan hátt. Verkefnið er ærið. Til að ná að halda hlýnun Jarðar innan við 2°C þarf að dæla niður meira en 100 milljörðum tonna af koldíoxíði á næstu þrjátíu árum. Það gerir rúma þrjá milljarða tonna á ári eða sem nemur helmingi losuna frá öllum bílum, flugvélum og skipum í heiminum á einu ári. Það er eins og meðalrennslið í Gullfossi, stöðugt, allt árið um kring. Á sama tíma er mikilvægast að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á öllum sviðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=