Sjálfbærni

78 Árið 2015 samþykktu þjóðir heims í París í Frakklandi að halda hlýnun Jarðar innan við 2°C og leita leiða til að takmarka hana við 1,5°C. Þetta kallast Parísar-samkomulagið. Á fundinum lögðu þjóðir heims einnig fram hugmyndir um það hvernig draga mætti úr losun gróðurhúsalofttegunda svo ná mætti þessu markmiði. Strax var ljóst að loforðin dygðu skammt til að ná markmiðum samkomulagsins og uppfæra þyrfti þau síðar. En hversu mikill tími er til stefnu? Frá upphafi iðnbyltingar hefur mannkynið losað um 2.400 gígatonn af CO2. Árlega losar mannkynið um 37 gígatonn af CO2. Fari losun yfir 300-500 gígatonn til viðbótar eru litlar líkur á að það náist að halda hlýnun innan 1,5°C. Miðað við núverandi osun tæki það mannkynið því rúman áratug að missa af 1,5°C markmiðinu. Losi mannkynið ríflega 1000 gígatonn til viðbótar eru litlar líkur á að halda hlýnun innan 2°C. Miðað við núverandi losun tekur það þá 30 ár að missa af 2°C markmiðinu. Þetta þýðir að mjög lítill tími er til stefnu áður en ekki má losa meira. Vinnslu jarðefnaeldsneytis úr nýjum olíu- eða gaslindum verður líklega að stöðva löngu áður en þær eru uppurnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=