Sjálfbærni

77 Kerfisbreytingar eru lykillinn að ná árangri í þessum efnum. Þegar COVID-19 heimsfaraldurinn gekk yfir heiminn fannst mörgum sem samfélagið hefði stöðvast. Við héldum okkur heima, hættum að ferðast um stundarkorn. Þrátt fyrir það varð ekki nema um 7% samdráttur á losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum af völdum faraldursins. Til að ná markmiðum Parísar-samkomulagsins, um að halda hlýnun Jarðar innan 2°C, þarf 7,6% samdrátt í heimslosun á hverju ári til ársins 2030. Síðan þarf að halda áfram að helminga losun hvern áratug til 2050 þegar vonandi næst kolefnishlutleysi. Það þýðir að binding verður að vera jöfn losun gróðurhúsalofttegunda. Með því að styðjast við vísindin, vera skapandi, vinna saman, þykja vænt um náttúruna og bera virðingu fyrir Jörðinni og því fjölbreytta lífi sem á henni þrífst getum við snúið þróuninni við. Við eigum bjarta framtíð framundan á Jörðinni – ef við tökum í taum- ana strax. Við höfum nefnilega staðið frammi fyrir risavönum áskorunum áður og leyst erfiða umhverfisvá með glæsibrag. Montreal-samkomulagið sem vann á ósonvandanum er gott dæmi um kerfisbreytingar sem leystu risavaxið vandamál. Heimsmarkmiðin sautján og undirmarkmiðin 169 eru góður veg- vísir í átt að betri heimi. Grundvöllurinn að hagsæld og friði í heim- inum er aðgangur fólks að hreinu vatni (markmið 6), heilbrigt líf í vatni (markmið 14), heilbrigt líf á landi (markmið 15) og aðgerðir í loftslagsmálum (markmið 13). KOLEFNISHLUTLEYSI Með kolefnishlutleysi er átt við að losun gróðurhúsalofttegunda sé jöfn bindingu kolefnis. Því má líkja við baðkar. Bunan sem streymir úr krananum er losunin okkar en niðurfallið þar sem rennur úr baðkarinu er bindingin. Tappinn er að hluta til fyrir niðurfallinu, svo baðkarið mun yfirfyllast á næstu áratugum. Heims- byggðin þarf að minnka bununa verulega – og taka tappann úr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=