Sjálfbærni

76 HVAÐ ÞURFUM VIÐ AÐ GERA? Hvað er til ráða? Hvað getum við gert? Sem betur fer eru til ótalmargar lausnir við vandanum. Við verðum að: + Breyta framleiðslu raforku og hita í heiminum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa, svo sem sólarorku, vatnsorku, vind- orku og jafnvel kjarnorku. + Hætta allri skógar- og landeyðingu, endurheimta vistkerfi, endur- hugsa hvað við borðum og hvernig við framleiðum matvæli. + Framleiða stál, sement, ál, fatnað og annað á miklu vistvænni hátt en við gerum í dag með nýsköpun, þróun og hringrásarhagkerfi að leiðarljósi. + Nota vistvænni ferðamáta, gera farartækin okkar vistvænni og breyta því hvernig við ferðumst á milli staða. + Finna upp tækni sem fangar koltvísýring úr andrúmslofti og fargar honum. + Aðlagast loftslagsbreytingum og bregðast við áhrifum þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=