Sjálfbærni

75 er að hitamet verði slegin fremur en kuldamet. Það eru þessar auknu öfgar sem hafa áhrif á daglegt líf jarðarbúa. Loftslagsbreytingar birtast okkur ekki aðeins í hækkandi hitastigi, heldur öfgakenndara veðri, bráðnandi jöklum, hækkandi sjávarmáli, kóralladauða, tilfærslu og fækkun dýra- og plöntutegunda, ýktari rigningu, auknum þurrkum, stærri gróðureldum, öflugri og lengri hitabylgjum og tíðari uppskerubresti með tilheyrandi röskun á lífi jarðarbúa. Mælingar sýna einmitt að hlýnun Jarðar hefur nú þegar leitt til umtalsverðra breytinga á úrkomumynstri og -magni í heiminum. Fyrir hverja gráðu sem hlýnar getur andrúmsloftið borið 2-7% meiri raka (fer eftir því hvort við erum við miðbaug eða nálægt pólsvæðunum). Það rignir kannski ekki endilega oftar en þegar rigningin fellur, þá fellur hún með meiri ákafa en áður. Breytt úrkomumynstur hefur áhrif á matvælaframleiðslu, heilsufar og lífsgæði fólks. Hún birtist okkur í skyndiflóðum þar sem bæði verður manntjón og eignatjón. Annars staðar geta þurr svæði orðið þurrari. Fjöldi og lengd þurrkatíma hefur aukist um 29% frá árinu 2000. Flest dauðsföll af völdum þurrka hafa orðið í Afríku. Skortur á vatni er áhyggjuefni fyrir margar þjóðir heims, sér í lagi í Afríku. Meira en tveir milljarðar manna búa við skort á hreinu vatni til drykkjar og hreinlætis. Uppskerubrestur, ofsarigningar og öflugri, langvinnari hitabylgjur um heim allan leiða á endanum til röskunar á samfélagi manna og búsvæðum dýra. Vistkerfið veitir okkur mannkyninu þjónustu sem við erum að raska. Barn sem fæddist árið 2020 mun að meðaltali upplifa þrjátíu öflugar hitabylgjur yfir ævina – sjöfalt fleiri en manneskja sem fæddist árið 1960. Barn fætt 2020 mun einnig upplifa þrefalt fleiri uppskerubresti og flóð og tvöfalt fleiri þurrka og gróðurelda en fólk fætt 1960. Þetta er háð því hvar fólkið býr í heiminum. Ungar kynslóðir í SuðurAmeríku, Asíu, Afríku og Eyjaálfu munu verða fyrir meiri áhrifum en þær sem búa norðar á Jörðinni. Að sama skapi mun ungt fólk þurfa að grípa til fleiri aðgerða til að halda hlýnun Jarðar í skefjum. Barn sem fæðist í dag þarf að losa átta sinnum minna af koldíoxíði yfir ævina en afar þeirra og ömmur. Sú kynslóð sem ber mesta ábyrgð verður ekki hér til að glíma við mestu og verstu áhrif loftslagsbreytinga af mannavöldum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=