Sjálfbærni

74 Veður er breytilegt frá degi til dags. Loftslag er meðaltal veðurs yfir langan tíma. Loftslagsbreytingar verða þegar hefðbundið veður á tilteknum stað breytist á löngu tímabili. Til dæmis hve mikið rignir á tilteknum stað á ári. Eða hvernig meðalhitastig á tilteknu svæði hækkar eða lækkar. Þegar magn gróðurhúsalofttegunda eykst í andrúmsloftinu hækkar meðalhitastig Jarðar. Á rétt rúmri öld hefur magn koldíoxíðs í and- rúmsloftinu vaxið hratt, svo meðalhitinn hefur hækkað um rétt HVAÐ ERU LOFTSLAGSBREYTINGAR OG HVERNIG BIRTAST ÞÆR OKKUR? rúmlega 1°C. Það hljómar lítið en litlar breytingar á meðaltali geta haft mikil áhrif í för með sér. Til að skilja það betur skulum við skoða normaldreifingu. Þegar við mælum hitastig á allri Jörðinni sést að meðalhitinn er í kringum +15°C sem er þá nálægt miðju línuritsins. Hitametin, sem eru sjaldgæf, eru sitt á hvorum endanum. Þegar Jörðin hlýnar hliðrast meðaltalið til hægri. Þá aukast líkurnar á mjög heitum dögum talsvert á meðan líkurnar á mjög köldum dögum minnka. Þetta þýðir líka að líklegra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=