Sjálfbærni

73 okkar. Raunar er staðreyndin sú að mannkynið hefur brennt meira kolefni en bundið er í öllum plöntum á Jörðinni. Sjórinn tekur líka við um þriðjungi losunarinnar. Það er dýru verði keypt því hafið súrnar fyrir vikið. Súrnun sjávar hefur neikvæð áhrif á lífið í hafinu. Þegar sýrustig sjávar lækkar eiga kalkmyndaðar lífverur, til dæmis rækjur og humar, erfiðara með að byggja upp skeljar sínar. Þú þekkir þetta örugglega líka. Súr vökvi skemmir tennurnar, sama efni og er í skeljum skeldýra. Restin, næstum helmingur, verður eftir í andrúmsloftinu. Það er einmitt þessi viðbót sem veldur því að andrúmsloftið er að hlýna og lofts- lagið að breytast. Vandinn er sá að koldíoxíð endist lengi í andrúmsloftinu. Þegar ein- staklingur, fyrirtæki eða ríki losar það út í andrúmsloftið er það þar í langan tíma, í nokkur hundruð eða þúsundir ára. Stærstur hluti alls þess koldíoxíðs sem mannkynið hefur losað frá iðnbyltingu er enn í andrúmsloftinu að valda okkur vandræðum. Því er áhugavert er að skoða hvaða þjóðir hafa losað mest og bera sögulega mesta ábyrgð: Fátækustu þjóðir heims finna einna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga á daglegt líf. Í gegnum tíðina hafa þær losað miklu minna af gróðurhúsalofttegundum en hinar. + Bandaríkin: 400 Gt af CO2 (25%) + Evrópusambandsríkin: 353 Gt af CO2 (22%) + Kína: 200 Gt af CO2 (12,7%) + Rússland: 101 Gt af CO2 (6%) + Japan: 62 Gt af CO2 (4%) + Indland: 48 Gt af CO2 (3%) 1850 Hitastig miðað við meðalhita 1850–2021 -0,6 -0,3 0 0,3 0,6 1900 1950 2000 2001

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=