Sjálfbærni

72 LOSUN HEIMSINS Losun er mest frá framleiðslu raforku og hita í heiminum. Næstmest er losunin frá landbúnaði og landnotkun eða hvernig við framleiðum matvæli heimsins og hvernig við förum með land, jarðveg og skóga. Iðnaður, framleiðsla á málmum og neysluvarningi eins og textíl, áli, stáli, járni og plasti, er þriðji stærsti losunarþátturinn. Farartækin okkar, bílarnir, flugvélarnar og skipin, bera ábyrgð á um 14% af heildarlosuninni. Mörgum á óvart en þar eru bílar langstærsti þátturinn. Framleiðsla á byggingarefninu sementi, sem er í dag næstalgengasta efnið sem mannkynið notar í dag á eftir vatni, veldur um það bil 6% af heildarlosun heimsins. En hvað verður um þær gróðurhúsalofttegundir sem fylgja þessum athöfnum mannsins? Plöntur á Jörðinni binda um það bil þriðjung losunar mannkynsins. Það eru einfaldlega ekki nógu margar plöntur til að binda alla losun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=