Sjálfbærni

71 Fyrir nærri þremur öldum fann mannkynið leið til að knýja vélarnar og tæki með ódýrri orku sem grafin var upp úr Jörðinni: Jarðefna- eldsneyti. Iðnbyltingin hófst og gjörbreytti ekki bara samfélaginu, heldur Jörðinni líka. Við vissum það ekki þá en við bruna kola, olíu og gass, losna gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Gróðurhúsalofttegundir sem hafa áhrif á meðalhita Jarðar og þar af leiðandi veðrið, hafið og vistkerfið allt. Stöðug brennsla okkar á jarðefnaeldsneyti er að breyta plánetunni gríðarlega hratt. Það hefur áhrif á alla jarðarbúa því koldíoxíð- sameindir hafa hvorki vegabréf né virða landamæri. Í dag er jarðefnaeldsneytisbálið okkar svo stórt að á hverju ári losar mannkynið í kringum 37 milljarða tonna – 37 gígatonn – af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. Það er óskiljanlega stór tala en við skulum reyna að setja hana í skiljanlegra samhengi. Árið 2010 varð eldgos í Eyjafjallajökli. Þegar mest lét spúði eldfjallið um 150 þúsund tonnum af gróðurhúsalofttegundum út í andrúms- loftið á hverjum degi. ÁBYRGÐ MANNSINS Losun mannkynsins jafngildir þá því að meira en 600 eldgos stæðu yfir samtímis um alla jörð. Alla daga, allt árið um kring, ár eftir ár. Á aðeins þremur sólarhringum jafnar mannkynið árlega losun allra eldfjalla á Jörðinni. Við erum náttúruafl að valda miklum breytingum á einu plánetunni sem við getum búið á. Eldfjöll eru hluti af hinni hægu, náttúrulegri hringrás kolefnis á Jörðinni. Þau losa kolefni rólega út í andrúmsloftið sem lífið, hafið og grjótið tekur upp með tíð og tíma. Kolefnishringrásin er í jafnvægi undir stjórn náttúruaflanna. Í dag hefur kolefnishringrásin raskast af mannavöldum. Eldgosin minna okkur á hve tröllaukin áhrif okkar manna eru á nátt- úruna. Verkefni mannkynsins núna er að draga hratt og verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og hætta að raska náttúrulegri hringrás kolefnis með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem það hefur í för með sér. En hvernig og hvar þarf að draga úr losun?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=