Sjálfbærni

70 styrkurinn vex og dvínar yfir árið. Þar sjást áhrif árstíðanna. Á sumrin dregur blómstrandi gróður koldíoxíð úr lofthjúpnum en skilar honum aftur þegar hann visnar á veturna. Að sumu leyti eins og andardráttur Jarðar. Árið 2013 fór styrkurinn yfir 400 hluta úr milljón, í fyrsta sinn í 200 þúsund ára sögu mannkyns. Styrkur koldíoxíðs í lofthjúpi Jarðar hefur raunar ekki verið hærri í meira en milljón ár! Hvernig vitum við það? Loftbólur í ævafornum jökulís á Grænlandi og Suðurskautslandinu gera okkur kleift að sjá hvernig andrúmsloftið var samsett í fjarlægri fortíð. Loftbólurnar í ískjörnum sýna að á kuldaskeiðum ísalda var styrkur koldíoxíðs um 200 hlutar úr milljón. Á hlýskeiðum fór styrkurinn upp í 280 hluta úr milljón. Þessi örlitla breyting dugði til þess að jöklar stækkuðu eða hopuðu. Því fylgdu alltaf miklar um- hverfisbreytingar – breytingar sem gerðust samt hægar en þær breytingar sem við sjáum í dag.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=