Sjálfbærni

7 útrýmt svo gersamlega við strendur Íslands að ekkert var eftir annað en nokkur örnefni. Þá var bara haldið lengra, lengra, lengra. En svo tók þetta „lengra“ enda. Það var komið að endimörkum og þá beið ekkert nema hrunið eins og Bergsveinn Birgisson lýsir í bókinni Leitin að svarta víkingnum. Andstætt hinu opna kerfi kúrekans er hugmyndin um lokað kerfi geim- skipsins. Samkvæmt þessari hugmynd er litið á Jörðina sem takmarkað geimskip og þar eru auðlindirnar ekki óendanlegar, hvorki sem upp- sprettur gæða né sem botnlaus hlandfor sem alltaf getur tekið við meiri úrgangi. Boulding segir að í slíku kerfi verði mannfólk að finna sér stað í hringrásarhagkerfi sem er sífellt að endurskapa efni. Munurinn á þessum tvenns konar kerfum verður mest áberandi í við- horfinu til neyslu. Í kerfi kúrekans er litið á neyslu og framleiðslu sem eitthvað gott og árangur kerfisins er mældur í magni. Spurningin sem brennur á vörum stjórnenda samfélagsins er: Hvernig getum við framleitt meira? Íbúum samfélagsins er kennt að spyrja í sífellu: Hvernig get ég eignast meira? Í kerfi geimskipsins er árangur ekki mældur í framleiðslumagni. Þvert á móti er litið á framleiðslu sem eitthvað sem ætti að reyna að lágmarka. Spurningin verður: Hvernig getum við framleitt minna? Í staðinn fyrir að leggja áherslu á að auka magn framleiðslunnar er það eðli, umfang og margbreytileiki þeirra gæða sem koma fyrir í kerfinu sem skipta máli. Jörðin er ekki óendanlega stór heldur í raun frekar lítil, og mannfólkið verður að hugsa um líf sitt í samræmi við það. Þetta var byltingarkennd hugsun en eins og títt er um slíka hugsun var hún alls ekki ný. Hana má finna hjá Forn-Grikkjum, sem litu svo á að öll vísindi og fræði hefðu það markmið að finna mannfólkinu viðeigandi sess í jarðlífinu. Markmið vísindanna var að læra að þekkja eigin mörk, ekki að þenja sig án takmarkana yfir takmarkaðan heim. Við sjáum áþekka hugsun einnig í Hávamálum: Hjarðir það vitu, nær þær heim skulu, nær: hvenær og ganga þá af grasi; en ósviður maður ósviður: óvitur kann ævagi ævagi: aldrei síns um máls maga. um máls maga: magamál Nú er löngu tímabært að við lærum að miða langanir okkar við takmarkaða Jörð, í staðinn fyrir að reyna sífellt að pína þessa takmörkuðu Jörð til að uppfylla ótakmarkaðar langanir okkar. Kynslóð hinna fullorðnu, sem hefur komið sér fyrir í mestu makindunum, hefur í meira en hálfa öld komið sér hjá því að skilja þennan boðskap sem þó er mjög einfaldur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=