69 Styrkur eða magn gróðurhúsalofttegunda stýra meðalhitastigi Jarðar. Þó eru slíkar lofttegundir afar lítill hluti af andrúmsloftinu. Þótt vatns- gufa sé öflugasta gróðurhúsalofttegundin veltur magn hennar í and- rúmsloftinu mjög á hitastiginu sem aftur er háð styrk koldíoxíðs (CO2). Koldíoxíð (CO2) er mikilvægasta gróðurhúsalofttegundin vegna þess að hún endist svo lengi í andrúmsloftinu. Í lofthjúpnum er koldíoxíð í mjög litlu magni, kannski sem betur fer. Við lýsum styrk eða magni koldíoxíðs í lofthjúpnum í mælieiningunni ppm, sem stendur fyrir parts per million, eða hluta úr milljón. Fyrir hverjar milljón sameindir í lofthjúpnum eru „aðeins“ um það bil 420 koldíoxíðsameindir þegar þetta er skrifað eða 0,04% af lofthjúpnum. Þótt styrkurinn sé lítill eru áhrifin feykileg. Meira koldíoxíð gerir lofthjúpinn hlýrri sem hrindir af stað eins konar keðjuverkun. Hlýrri lofthjúpur getur borið meiri vatnsgufu (því vatns- gufa er öflugasta gróðurhúsalofttegundin) sem eykur enn á gróður- húsaáhrifin svo hitinn hækkar. Ef styrkur koldíoxíðs minnkar, lækkar hitastigið. GRÓÐURHÚSALOFTTEGUNDIR Sænski eðlisfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Svante Arrhenius gerði sér fyrstur manna grein fyrir áhrifum koldíoxíðs á hitastig Jarðar í lok 19. aldar. Arrhenius var þá að reyna að skilja hvað hefði valdið ísöldum sem jarðfræðingar höfðu þá nýverið uppgötvað að hefðu skollið á annað slagið. Hann dró þá ályktun að ef styrkleiki koldíoxíðs í andrúmsloftinu minnkar um helming, dygði það til þess að meðalhiti Jarðar lækkaði svo mjög að ný ísöld skylli á. Og öfugt. Tvöfalt meira magn af koldíoxíði mundi leiða til þess að meðalhitinn hækkaði um 5-6°C. Árið 1958 hóf bandaríski vísindamaðurinn Charles Keeling að mæla styrk koldíoxíðs í lofthjúpnum frá rannsóknarstöð á Hawaii. Þá var styrkurinn 315 hlutar úr milljón. Á grafinu sést vel hvernig styrkurinn hefur vaxið jafnt og þétt frá upphafi mælinga. Þar sést líka hvernig
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=