Sjálfbærni

68 Í GRÓÐURHÚSI DAG OG NÓTT Gróðurhúsaáhrif verða bæði nótt og dag á Jörðinni, því hitinn frá sólinni geislar líka burt frá yfirborðinu á næturnar. Ef hlýnun Jarðar er vegna aukins styrks koldíoxíðs í lofthjúpnum en ekki vegna, til dæmis, aukinnar orku frá sólinni, þá ættu næturnar að hlýna hraðar en dagarnir. Og viti menn, það er einmitt nákvæmlega það sem við mælum. Mælingar sýna að köldum nóttum fer fækkandi á Jörðinni á meðan hlýjum nóttum fjölgar. Í andrúmsloftinu er ekki bara súrefni og nitur, heldur líka gróður- húsalofttegundir eins og koldíoxíð, vatnsgufa, metan, klórflúorkol- efni (sem voru notuð í kæliskápa og úðabrúsa) og fleiri efni. Þessar gastegundir draga í sig hitann sem Jörðin speglar frá sér. Eins og teppi eða sæng sem halda hitanum inni. Jörðin verður að hitna til að ná jafnvægi á milli ljóssins sem berst til hennar frá sólinni og hitans sem Jörðin geislar í staðinn frá sér út í geiminn. Ef við reiknum út hversu mikinn hita þessar gróðurhúsalofttegundir gleypa, kemur í ljós að meðalhitinn á Jörðinni er í kringum +13°C. Þess vegna eru höfin ekki frosin. Þess vegna eru lífsskilyrði á Jörðinni heppileg. Þannig virka gróðurhúsaáhrifin. Þetta er sama eðlisfræði og skýrir hvers vegna hitastigið innan í bílnum þínum eða gróðurhúsi hækkar á sólríkum degi. Rúðurnar hleypa hitanum ekki svo auðveldlega út aftur. Líf okkar er háð magninu af hinum ósýnilegu gróðurhúsaloftteg- undum. Smávægileg gróðurhúsaáhrif eru af hinu góða. Ef þú eykur þau með því að bæta gróðurhúsalofttegundum við andrúmsloftið – eins og við höfum verið að gera frá iðnbyltingu – gleypir and- rúmsloftið meira af hitanum. Teppið utan um okkur þykknar. Jörðin hlýnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=