Sjálfbærni

67 Lofthjúpur Jarðar er merkilega þunnur. Um 80% hans eru innan fyrstu tíu kílómetra frá yfirborði hennar, vegalengd sem manneskja gæti skokkað á tæpri klukkustund eða svo. Þessi rýri hjúpur ver okkur samt fyrir tómarúmi himingeimsins og heldur líka Jörðinni hlýrri og notalegri. Sólin okkar veitir Jörðinni birtu og yl. Það er auðvelt að mæla hversu mikla birtu. Í náttúrunni leitar allt jafnvægis. Jörðin líka. Sólarljósið sem berst okkur verður að vera jafnt orkunni sem Jörðin geislar frá sér út í geiminn. Löndin og höfin gleypa sýnilega sólarljósið í sig en vilja losna við orkuna aftur. Það gera þau með því að geisla frá sér inn- rauðu ljósi sem við sjáum ekki en finnum fyrir sem hita. Væri lofthjúpurinn eingöngu úr nitri og súrefni kæmist hitinn hindrunar- laust út í geiminn aftur. Útreikningar á orkujafnvægi Jarðar sýna að á Jörðinni væri þá fimbulkuldi, um það bil 20 stiga frost að meðaltali. Höfin botnfrosin og við ekki til. Hvernig stendur þá á því að jörðin er miklu hlýrri? GRÓÐURHÚSAÁHRIFIN Gróðurhúsaáhrif Lofthjúpur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=