Sjálfbærni

66 Þegar við rýnum í sögu Jarðar sjáum við að loftslagið hefur oft tekið miklum breytingum. Hingað til hafa þær alltaf verið af náttúrulegum orsökum, svo sem breytingum á möndulhalla og sporbraut Jarðar, risaeldgosahrinum eða árekstrum við smástirni og halastjörnur. Hamfarir sem vart er hægt að ímynda sér. Þessar breytingar höfðu alltaf miklar afleiðingar. Lífið sjálft galt fyrir, því dýra- og plöntu- tegundir dóu út. Í dag breytist Jörðin álíka hratt og í mestu hamförum í sögu hennar. Nú eru það hvorki eldgos né árekstrar sem eiga sök á, ekki heldur möndulhallinn eða sólin – heldur mannkynið sjálft. Náttúruleg ferli koma hvergi nærri. Umhverfis- og loftslagsbreytingar af mannavöldum blasa við allt í kringum okkur. Þær hafa áhrif á hafið, andrúms- loftið, þurrlendið og lífið sjálft. Hafið er yfir allan vísinda- legan vafa að vandinn er mannkyninu sjálfu að kenna. Það er auðvelt að kvíða þessum breytingum. En góðu fréttirnar eru samt þær að vandinn er manngerður. Við þurfum bara að taka höndum saman sem einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld og leysa vandann í sameiningu. Við verðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=