Sjálfbærni

65 Í febrúar árið 1990 fékk gervitunglið Voyager 1 áríðandi skilaboð frá sköpurum sínum. Geimskipið átti að beina myndavélum sínum til baka og horfa heim. Í sólarátt voru reikistjörnurnar sem Voyager hafði heimsótt nokkrum árum áður. Geimskipið hlýddi skipununum og tók fjölskyldumynd af sólkerfinu okkar. Á myndinni eru reikistjörnurnar örsmáir ljósdeplar. Úr þessari órafjarlægð lítur Jörðin ekki út fyrir að vera neitt mikið öðruvísi eða sérstakri en hinar reikistjörnurnar. En fyrir okkur er hún töluvert merkilegri og mikilvægari. Jörðin er eini staðurinn, sem við vitum um, þar sem þú getur dregið andann. Hlustað á fuglana syngja. Fundið ilminn af blómum. Dýft tánum í sjóinn. Orðið ástfangin(n). Eignast börn og barnabörn. Á Jörðinni hafa allir sem þú elskar, allir sem þú þekkir og allir sem þú hefur heyrt um lifað sínu lífi, svo vitnað sé til orða bandaríska stjörnufræðingsins Carl Sagan. Það var ekki fyrr en við fórum út í geiminn og sáum Jörðina úr fjarska, að við uppgötvuðum smæð hennar í alheiminum. Hvað lofthjúpurinn er þunnur, hve viðkvæmt lífið er. LOFTSLAGSBREYTINGAR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=