Sjálfbærni

62 Í heimsmarkmiði nr. 16, Friður og réttlæti, er kallað eftir friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, að tryggður verði jafn- ari aðgangur allra að réttarkerfi og að byggðar verði upp skilvirkari og ábyrgari stofnanir á öllum sviðum. Í heimsmarkmiði nr. 17, Samvinna um markmiðin, er kallað eftir auknu samráði og samvinnu um alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og að gripið verði til aðgerða. Í vinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er lögð mikil áhersla á að þetta sé ekki eingöngu málefni fullorðinna, heldur að unga fólkið láti í sér heyra og taki virkan þátt. Á Norðurlöndunum eru starfandi svokölluð ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í þeim eiga sæti ungmenni, á aldrinum 1318 ára, sem hafa áhuga á að vinna að heimsmarkmiðunum og að láta rödd sína heyrast. Ungmennin funda nokkrum sinnum á ári, koma með tillögur að ýmsum málum og funda með ríkisstjórnum landanna. Ungt fólk hefur verið virkt í baráttunni fyrir betri heimi, sérstaklega er varðar loftslagsmálin. Það gefur von um betri heim þar sem meiri friður og réttlæti ríkir. UNGMENNI OG HEIMSMARKMIÐIN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=