Sjálfbærni

61 Greta Thunberg er aðgerðasinni fædd í Svíþjóð árið 2003 Hún hafði mikinn áhuga á umhverfismálum og byrjaði að kynna sér málefnið. Hún las um loftslagsvána og fannst ekki nóg að gert. Greta ákvað því að gera eitthvað í málinu, hætti að mæta í skólann og byrjaði að mótmæla ástandinu. Hún mótmælti fyrir framan sænska þingið árið 2018 þegar hún var 15 ára gömul. Hún lét í sér heyra og æ fleiri fóru að hlusta á hana og í kjölfarið hlaut hún heimsathygli. Nú hafa milljónir manna um heim allan sameinast henni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hún hefur fundað með mörgum af helstu leiðtogum heims. Greta er gott dæmi um mátt einstaklingsins. Malala Yousafzai er fædd í Pakistan árið 1997. Hún mótmælti stefnu talibana í landinu um að stúlkur mættu ekki að fara í skóla. Talibanar voru einnig á móti því að fólk horfði á sjónvarp og spilaði ákveðna tónlist. Malala mótmælti ástandinu og vakti athygli heimsins. Í kjölfarið litu talibanar á hana sem ógn við málstað sinn. Einn daginn þegar Malala var á leið heim úr skólanum var hún skotin í höfuðið af talibana, þá 12 ára gömul. Hún lifði árásina af og ákvað að berjast fyrir bættum heimi barna, sérstaklega stúlkna. Malala hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2014, einungis 17 ára gömul. GRETA THUNBERG MALALA YOUSAFZAI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=