Sjálfbærni

6 Árið 1966 skrifaði hagfræðingurinn, friðarsinninn, skólamaðurinn og heimspekingurinn Kenneth Ewart Boulding (1910–1993) grein sem hann kallaði „Hagfræði fyrir geimskipið Jörð“ þar sem hann gerði greinarmun á tvennskonar kerfum, opnum og lokuðum. Í opnu kerfi streyma hlutir og orka óhindrað inn í kerfið frá óskilgreindum ytri veruleika, og svo er líka eitthvað ytra svæði sem tekur endalaust við úrgangi frá kerfinu. Í lokuðu kerfi er ekkert slíkt inntak eða úttak; í hvert sinn sem einhverju er hent út úr slíku kerfi þá kemur það til baka eins og búmerang. Í fortíðinni komst fólk upp með að líta á Jörðina sem opið kerfi, Boulding kallaði það kerfi kúrekans sem var táknrænn fyrir óendanlegar sléttur og ábyrgðarleysi, arðrán og ofbeldi. Ef myndlíkingin um kúrekann hljómar skringilega hér á landi þá er lítið mál að tala um landnemann í staðinn, t.d. víkinginn sem sigldi með lið sitt yfir úthafið í leit að rostungum og stórselum. Þá hafði slíkum skepnum þegar verið útrýmt í heimalandinu og á næstu veiðilendum. Ekki leið á löngu uns rostungnum hafði verið HIN LITLA JÖRÐ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=