Sjálfbærni

58 Óhætt er að segja að með tilkomu internetsins og alls kyns samskipta- miðla hafi upplýsingagjöf almennt aukist og samskiptaleiðir milli landa orðið einfaldari og fljótlegri. Hér áður fyrr var heimurinn lokaðri og samgöngur takmarkaðri en nú er. Auðveldara er að ferðast og boðið er upp á fjölbreyttar ferðir út um allan heim til fjarlægra landa. Í kjölfarið hefur fólk haft tækifæri til að kynna sér ólíka menningarheima, upplifað nýja hluti og lært að setja sig í spor fólks af ólíkum uppruna. Ástandið í heiminum er misjafnt eftir heimshlutum, sums staðar ríkir friður en annars staðar er ófriður. Þar spilar ástandið í viðkomandi löndum stóran þátt, t.d. hvort það sé mikill vöxtur og gróska, næg atvinna, hátt menntunarstig og stuðningur við fólk. Í fátækum löndum er almennt lítill stuðningur við fólk eða alls enginn. Þá er ekki um að ræða velferðarkerfi sem styður við fólk t.d. í glímu við veikindi, fátækt, barneignir og atvinnuleysi. Þá er mikið atvinnuleysi og menntunarstig lágt. Norðurlöndin eru almennt með sterkt velferðarkerfi sem styður við fólk og er ætlað að jafna tækifæri þess. Sveigjanlegri vinnutími er á vinnu- markaði sem gefur fjölskyldum tækifæri á að verja meiri tíma saman og auðveldara er að samhæfa vinnu og einkalíf. Á Norðurlöndum FRIÐSAMLEG MENNING eiga báðir foreldrar möguleika á að samþætta vinnu utan heimilis og barn- eignir. Foreldrar á Norðurlöndunum eiga að meðaltali rétt á orlofi frá vinnu í 345 daga fyrir hvert barn. Í mörgum löndum heims fá for- eldrar ekki neitt fæðingarorlof þegar barn fæðist. Konur á Norðurlöndum hafa tækifæri til að mennta sig að vild og fleiri konur en karlar eru með háskólamenntun. Víða í heiminum fá stúlkur og konur ekki að ganga í skóla og mennta sig. Á Norðurlöndum eru karlmenn þó enn í meirihluta í stjórnunarstöðum og komast almennt lengra upp metorðastigann en konur. Mannréttindi og tjáningar- frelsi er einnig stór partur af samfélögum Norðurlandanna. Mismun- andi skoðanir fá að blómstra án þess að fólk eigi á hættu að gjalda fyrir skoðanir sínar, s.s. verða handtekið eða tekið af lífi. Af öllu þessu leiðir að samfélög á Norðurlöndunum búa við meira jafn- rétti og jafnræði og þar er friðsamlegri menning/samfélög en víða annars staðar á heiminum. En Norðurlöndin eru þó ekki alfarið laus við ofbeldi. Glæpir, ofbeldi og óréttlæti á sér þar einnig stað en kannski ekki í eins alvarlegri mynd og annars staðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=