Sjálfbærni

57 Öryggisráðið er stofnun innan SÞ sem sér um að viðhalda friði og öryggi. Ef upp koma átök eða deilur sem ógna heimsfriði þá er fyrst reynt að leita sátta með friðsamlegum hætti eins og sáttaumleitunum þar sem allir aðilar eru sáttir með niðurstöðuna. Ef það gengur ekki og átök halda áfram eða brjótast út, reynir Öryggisráðið að koma á vopnahléi á milli deiluaðila. Einnig eru friðargæsluliðar sendir á vettvang, ef það er mögulegt. Þrátt fyrir þá staðreynd að með stofnun Sameinuðu þjóðanna hafi ekki verið hægt að stöðva stríð og átök að öllu leyti þá hafa samtökin lagt mikið af mörkum til að vinna að friði og öryggi í heiminum. Þau hafa t.d.: ÖRYGGISRÁÐ SÞ + Útvegað mat fyrir um 90 milljónir manna í yfir 80 löndum ár hvert. + Lagt til meira en 125 þúsund friðarliða í fjórum heimsálfum. + Aðstoðað árlega um 70 lönd við kosningar. + Útvegað bóluefni fyrir þróunarríki. + Bætt og tryggt menntun barna. + Aðstoðað flóttafólk. + Hjálpað yfir 1 milljón kvenna í hverjum mánuði vegna erfiðleika á meðgöngu. + Veitt aðstoð við um 170 friðarsamninga frá árinu 1945. + Lögfest yfir 500 fjölþjóðlega samninga, m.a. um mannréttindi, hryðjuverk, flóttafólk, afvopnun og alþjóðaglæpi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=