Sjálfbærni

54 Mikilvægt er að jafnrétti og jafnræði ríki í samfélögum til að auka líkurnar á að friður ríki. Þegar brotið er á einstaklingum með einhverjum hætti, þeir búa við valdaójafnvægi og fá ekki tækifæri til að blómstra á eigin forsendum, þá skapast ágreiningur sem getur endað með átökum eða jafnvel stríði. Í mörgum löndum hafa stríð staðið yfir í langan tíma, staðan er þannig að það er stál í stál og engin lausn í sjónmáli. Íbúar viðkomandi landa þekkja jafnvel ekkert annað en að búa við stríðsástand og eru í hættu dag hvern að deyja eða að missa ástvini sína. Reynum t.d. að setja okkur í spor fólks sem hefur þurft að lifa við stríðs- ástand í langan tíma. Það hefur e.t.v. misst heimili sitt í hendur ofbeldis- manna og horft upp á ástvini sína deyja eða vera beitt misrétti eða alvarlegu ofbeldi. Er auðvelt að horfa framhjá slíku eða að fyrirgefa og lifa framvegis í sátt og samlyndi við ofbeldismennina? Nelson Mandela sat í fangelsi í 27 ár fyrir baráttu sína gegn kynþátta- mismunun í Suður-Afríku. Í byrjun var hann pyntaður og farið illa með hann og margir vinir hans voru drepnir. Þegar Mandela var látinn laus eftir allan þennan tíma sagðist hann hafa gert sér grein fyrir því að ef hann myndi ekki sleppa tökum á biturðinni og hatrinu þá væri hann enn í fangelsi. Hann lagði áherslu á að leita sátta við fortíðina og hvatti aðra til að gera slíkt hið sama. En það eru ekki einungis stríð og vopnuð átök sem skapa ófrið og stríðsástand í heiminum. Náttúruhamfarir af ýmsum toga gerast æ tíðari og nú er svo komið að frá síðustu aldamótum hafa að meðaltali um 100 þúsund manns látið lífið á hverju ári af völdum náttúruhamfara, s.s. fellibylja, jarðskjálfta, flóða og þurrka. Neyðarástand af völdum vopnaðra átaka, stríðs náttúruhamfara og sjúkdómsfaraldra hefur orðið til þess að fleiri hafa þurft að flýja heimili sín en í seinni heimsstyrjöldinni. Verkefni + Kynntu þér sögu Nelson Mandela og íhugaðu hvort þú gætir gert eins og hann gerði, að leita sátta við óvininn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=