53 Dæmi 2 Silvía á 12 ára dóttur sem gengur vel í skóla. Dóttirin er búin að ákveða að verða lögfræðingur þegar hún verður stór. Einn daginn tekur ný ríkisstjórn við í landinu og sett er í lög að einungis drengir megi fara í skóla, stúlkur eigi að halda sig heima við. + Hvað gera Silvía og dóttir hennar? + Eiga þær að sætta sig við ástandið til að halda friðinn? + Er líklegt að þær verði ánægðar með sitt hlutskipti? + Getur raunverulegur friður ríkt án jafnræðis og jafnréttis? + Af hverju/af hverju ekki? Útskýrðu mál þitt. Dæmi 1 Halla og Gunnar eru nýbúin að kaupa sér fallegt hús í rólegum bæ þar sem þeim líður vel. Þau eiga Óla sem er sex ára. Hann á kött sem hann elskar og þykir mjög vænt um. Einn daginn keyrir nágranni þeirra yfir köttinn og drepur hann. Nágranninn kemur hlæjandi með köttinn og segir þetta ekkert mál, þetta sé bara köttur. Hann biður þau jafnframt um að fá sér ekki annan kött, því honum sé meinilla við ketti og gæti ,,óvart‘‘ keyrt aftur yfir kött. + Hvað gera hjónin? + Eiga þau að reyna að halda friðinn með því að segja ekkert, eða eiga þau að ræða við nágrannann um að hann hafi farið yfir ákveðin mörk? + Er líklegt að friður muni ríkja á milli nágrannanna framvegis? + Af hverju/af hverju ekki? Útskýrðu mál þitt. DÆMI
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=