49 Hjónabönd samkynhneigðra eru leyfð - Um það voru samþykkt lög frá Alþingi árið 2010. Konur mega kjósa og allir íslenskir ríkisborgarar yfir 18 ára hafa kosningarétt - Allt til ársins 1915 höfðu konur ekki kosningarétt á Íslandi. Börn má ekki beita líkamlegum refsingum - Áður fyrr þótti það mikilvægt og sjálfsagt að siða börn til með því að flengja (þ.e. rass- skella) þau ef þau voru óþekk. Árið 2009 var bann við líkamlegum refsingum á börnum fest í lög. Það má ekki skylda börn til vinnu - Áður fyrr var það talið sjálfsagt að láta börn taka þátt í bústörfum og þau voru látin vinna langa daga í heyskap, sauðburði og öðru sem til féll og þeim var treyst fyrir. Kynin eru jöfn og hafa jafnan rétt - Um það voru sett lög árið 2020. DÆMI UM MANNRÉTTINDI SEM Í DAG ERU VIRT Á ÍSLANDI OG TALIN SJÁLFSÖGÐ EN VORU ÞAÐ EKKI ÁÐUR FYRR
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=