Sjálfbærni

48 þurfi að breyta eða laga til að börn njóti réttinda sinna. Börn geta leitað til umboðsmanns barna ef þeim finnst vera brotið á rétti þeirra. Mikilvægast við Barnasáttmálann er að hann tryggir börnum rétt til: + að vera vernduð, meðal annars fyrir ofbeldi og vanrækslu + að taka þátt í samfélaginu, að fá að tjá skoðanir sínar + að fá þjónustu og nægan pening til að lifa Mannréttindi fatlaðs fólks Fatlað fólk er hópur sem oft verður fyrir mismunun og hindrunum í lífinu og þess vegna er mikilvægt að réttindi þess séu sérstaklega tryggð í mannréttindasamningi. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks tók gildi árið 2008. Þar er meðal annars fjallað um að fatlað fólk eigi rétt á að taka ákvarðanir um eigið líf og að vera sjálfstæðir einstak- lingar. Fatlað fólk á rétt á að allt sé gert til tryggja að það sé mögulegt fyrir þau. Kvennasamningurinn Kvennasamningurinn er mannréttindasamningur sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu til að banna mismunun gagnvart konum. Honum er ætlað að tryggja konum jöfn réttindi á við karla. Samningur um afnám alls kynþáttamisréttis Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis setur reglur um að það megi ekki mismuna fólki vegna kynþáttar þess og uppruna. Mismunun á grundvelli kynþáttar er til dæmis til staðar ef kínversku fólki er ekki leyft að taka þátt í íþróttamótum eða ef húð- litur ræður hverjir mega taka strætó og hverjir ekki. Samningurinn um afnám alls kynþáttamisréttis fjallar um aðferðir til að koma í veg fyrir fordóma og kynþáttahatur, eða rasisma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=