Sjálfbærni

46 Rétturinn til jafnræðis og að vera ekki mismunað Öll eiga rétt til að njóta allra mannréttinda án mismununar og óháð stöðu, uppruna, kynþætti, kynferði, kynhneigð, fötlunar, stöðu for- eldra og annarra þátta. Rétturinn til að eiga eignir Þegar fólk eignast hluti, má ekki taka hlutina frá því. Stjórnvöld, fyrirtæki eða annað fólk mega ekki taka eignir sem fólk hefur eignast á réttan hátt. Rétturinn til ríkisfangs Allt fólk á rétt á að vera skráðir ríkisborgarar í einhverju landi. Rétturinn til að vera ekki refsað nema að hafa gerst sekur um refsi- verða háttsemi Engum má refsa, setja í fangelsi eða láta greiða sektir, nema það hafi verið sannað að viðkomandi hafi gert eitthvað ólöglegt og refsivert. Rétturinn til tjáningar Tjáningarfrelsi felur í sér að geta sagt skoðun sína eða frá reynslu sinni. Það á meðal annars við um mál sem bregðast þarf við, til dæmis ef ofbeldi á sér stað eða ef einhver er beittur óréttlæti. Jafnræðisreglan Öll eiga rétt á að njóta mannréttinda og eru jöfn fyrir lögunum og eiga að njóta sömu réttinda í samfélaginu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=